Kassi.is er elsta net-sölutorg landsins. Undirbúningur hófst árið 1999, og opnaði í byrjun árs 2000. Í upphafi buðum við upp á smáauglýsingar, uppboð, netverslun og hópakaup. Nú, meira en 20 árum síðar, höfum við sérhæft okkur alfarið í uppboðsmiðlun. Við einföldum allt ferlið og tryggjum örugg viðskipti milli kaupenda og seljenda, þar sem miðlarar okkar sjá um uppboðin frá upphafi til enda.
Frá stofnun höfum við aðstoðað yfir 60 þúsund seljendur við að selja munina sína í gegnum Kassi.is. Með áratuga reynslu bjóðum við heildarlausn fyrir uppboð, þar sem miðlarar sjá um allt ferlið – frá verðmati og myndatöku til framkvæmdar uppboðs og skipulagningu afhendingar. Við sérhæfum okkur í sölu fyrir bæði einstaklinga og fyrirtæki, hvort sem um er að ræða vinnuvélar eða safngripi.
Gunnar Jón Jónasson hefur verið framkvæmdastjóri Kassi.is frá stofnun og leitt þróunina í gegnum ýmis þróunarskeið á undanförnum tveimur áratugum.
Markmið okkar er að veita seljendum framúrskarandi þjónustu og hámarksverð á meðan kaupendur fá tækifæri til að keppast um hagstæð kaup.
Kassi.is er þinn trausti samstarfsaðilinn í uppboðsviðskiptum.