Hringrás góðvildar – Ný leið í fjáröflunar til framtíðar

Hvað er Hringrás góðvildar?

Hringrás góðvildar er ný og sjálfbær leið í fjáröflun þar sem Kassi.is býður íþrótta- og góðgerðarfélögum, sem og einstökum styrktarverkefnum. Félögin nýta tengslanet sitt til að virkja fyrirtæki og einstaklinga til að gefa hluti sem fara á uppboð og allur ágóði rennur 100% óskertur til viðkomandi félags. Þetta er einfalt, áhrifaríkt og án milliliða.

Við köllum þetta Hringrás góðvildar – því hér vinna allir:

Félögin – fá 100% óskertan fjárstuðning til síns málefnis
Gefendur – finna tilgang, gleði og ánægju með því að leggja sitt af mörkum
Kaupendur – eignast verðmæta hluti og styðja málefni með allri upphæðinni
Umhverfið – græðir á minni sóun og lengri líftíma hluta
Samfélagið – nýtur góðs af sterkari tengslum, samstöðu og sameiginlegum árangri

Hvernig virkar þetta - einfalt ferli í fimm skrefum?

✅ 1. Öflun gjafamuna sem fara á uppboð

Félögin virkja tengslanet sitt, sem hefur frumkvæði að því að nálgast fyrirtæki og einstaklinga til að fá gjafir – eins og vöruafganga úr lager eða notaða, en nytsamlega hluti.

✅ 2. Skráning og samkomulag

Einstaklingur úr tengslanetinu fær staðfestingu á gjöf, tekur myndir og skráir lýsingu. Gjafandinn samþykkir gjöfina formlega með því að undirrita samkomulag og staðfesta afhendingarskilmála.

✅ 3. Hlutir fara á uppboð á Kassi.is

Fulltrúi félagsins skráir hlutinn í uppboðskerfi Kassi.is, þar sem hann birtist almenningi tilboðsfær. 👉 Hér má sjá dæmi kynningaruppboð

✅ 4. Dreifing og kynning

Uppboðið er birt á Kassi.is og kynnt í reglulegum fréttabréfum sem ná til þúsunda. Þá tekur félagið – og tengslanet þess – við: með því að deila uppboðinu á samfélagsmiðlum, senda það á eigin póstlista eða nýta persónuleg tengsl og áhrif.

Hver og einn í tengslanetinu getur lagt sitt af mörkum – hvort sem það er með einfaldri deilingu eða frumlegri kynningu. Möguleikarnir eru fjölmargir, og dreifingin getur orðið öflug.

✅ 5. Greiðsla og afhending

Kaupendur greiða beint til félagsins. Að því loknu fá gjafandi og kaupandi upplýsingar til að ljúka afhendingu beint sín á milli – án milliliða.

Hverjir njóta góðs af?

Félagið – fær allt söluandvirði, 100% óskert, beint í sinn sjóð.

Gefandinn – gefur hlut sem fær nýtt líf, styður málefni og fær hlýjar þakkir og ánægju af framlagi sínu.

Kaupandinn – fær vandaðan hlut á góðu verði og veit að allur peningurinn rennur til málefnisins.

Samfélagið – nýtur góðs af samvinnu, samfélagslegri ábyrgð og minni sóun í anda hringrásarhagkerfisins.

Hentar þetta þínum félagsskap?

Hringrás góðvildar hentar öllum sem vilja efla gott málefni á einfaldan, sjálfbæran og áhrifaríkan hátt.

Hvort sem félagskapurinn er að safna fyrir íþróttaferð, tónleikahaldi, búnaði, námskeiði eða góðgerðarmáli – þá getur þessi leið skapað raunveruleg verðmæti.

Þetta er frábær kostur fyrir:

  • Íþróttafélög

  • Kóra og listahópa

  • Góðgerðarfélög
  • Hjálparsveitir og björgunarsveitir – sem eru að safna fyrir tækjabúnaði, æfingaferðum eða öðrum rekstri.

  • Útskriftarnemendur í framhaldsskólum – sem vilja fjármagna útskriftarferðir eða viðburði með góðum tilgangi!

Hringrás góðvildar er möguleg vegna traustra bakhjarla

Við viljum þakka innilega stofn- og stuðningsaðilum fyrir stuðning þeirra.

 

🟡 Stofnstyrktaraðilar:

 
Logo 1
Stofnfélagi 1
Logo 2
Stofnfélagi 2
Logo 3
Stofnfélagi 3
Logo 4
Stofnfélagi 4
 
X