Skref 1: Nýskráning
Farðu á forsíðu Kassi.is og smelltu á Innskrá efst á síðunni til hægri.
Fylltu út upplýsingar eins og nafnið þitt, netfang, og lykilorð.
Opnaðu póstinn þinn og staðfestu skráninguna með því að smella á tengilinn sem er sendur á netfangið þitt.
Skref 2: Innskráning
Eftir nýskráningu skaltu skrá þig inn með notendanafni og lykilorði.
Nú getur þú byrjað að bjóða í hluti.
Skref 3: Veldu hlut til að bjóða í
Farðu á uppboðsflokk eða leitaðu að vörunni sem þú vilt bjóða í.
Smelltu á vöru til að skoða nánari upplýsingar, svo sem lýsingu, myndir og núverandi boð.
Skref 4: Bjóða í hlut
Á vörusíðunni sérðu reit til að slá inn þitt boð. Veldu upphæðina sem þú vilt bjóða og smelltu á Bjóða.
Ef boðið þitt er hæsta boðið á þeirri stundu, sérðu staðfestingu á að þú hafir yfirboðið aðra og hafir hæsta boð.
Skref 5: Sjálfvirkt boðkerfi
Ef þú vilt ekki stöðugt fylgjast með uppboðinu, geturðu virkjað sjálfvirka boðkerfið (Auto Bid).
Sláðu inn hámarksupphæðina sem þú ert tilbúinn að bjóða fyrir hlutinn.
Kerfið mun sjálfkrafa bjóða fyrir þína hönd þegar einhver annar notandi yfirbýður þig, alltaf með lágmarks hækkun þar til hámarksboðið þitt er náð.
Þú færð tilkynningu ef boð þitt er yfirboðið eða ef þú ert kominn að hámarkinu þínu.
Skref 6: Vinna uppboðið
Ef boðið þitt er það hæsta þegar uppboðinu lýkur, færðu tilkynningu um að þú hafir unnið hlutinn á uppboðinu.
Þú getur farið í stjórnborðið þitt til sækja greiðsluupplýsingar til að ljúka greiðslunni.
Skref 7: Greiðsla og afhending
Þegar greiðslan er staðfest færðu upplýsingar um afhendingu eða hvernig hægt er að nálgast hlutinn.
Skref 8: Fylgjast með boðum
Til að fylgjast með boðunum þínum, getur þú farið í Mín boð í stjórnborðinu.
Hér sérðu öll boðin þín, hvaða hlutir þú ert að bjóða í og hvort einhver hefur yfirboðið þig.