Kassi.is er eitt elsta net-sölutorg landsins, við höfum verið starfandi síðan í byrjun árs 2000. Í upphafi buðum við upp á smáauglýsingar, uppboð, netverslun og hópakaup. Nú, yfir 20 árum síðar, sérhæfum við okkur alfarið í uppboðsmiðlun. Við einföldum ferlið og tryggjum örugg viðskipti milli kaupenda og seljenda, þar sem miðlari sér um uppboðið frá upphafi til enda.

Yfir 60 þúsund aðilar hafa selt hluti með aðstoð Kassi.is frá stofnun. Með yfir tuttugu ára reynslu bjóðum við heildarlausn þar sem miðlarar okkar sjá um allt ferlið – frá verðmati og myndatöku til uppboðs og afhendingar.

Við sérhæfum okkur í sölu fyrir bæði einstaklinga og fyrirtæki, allt frá iðnaðarvélum til safngripa. Markmið okkar er að tryggja seljendum besta verð og kaupendum hagstæð kaup. Kassi.is er þinn trausti samstarfsaðili í uppboðum.