Lýsing
Reisulegt tveggja hæða íbúðarhús með bílskúr á frábærum stað í Ólafsvík – samtals 184 fm
Til sölu er glæsilegt tveggja hæða íbúðarhús á besta stað í Ólafsvík, að Bæjartúni 7. Húsið er samtals 184 fm, þar af er íbúðarhlutinn 155,1 fm og bílskúrinn 28,9 fm. Íbúðin skiptist í tvær hæðir; neðri hæðin er 90,2 fm og efri hæðin 64,9 fm. Stutt er í alla helstu þjónustu.
Gengið er upp tröppur að inngangi hússins þar sem komið er inn í forstofu með gestasnyrtingu og geymslu. Úr forstofunni er gengið inn í rúmgott hol með flísalögðu gólfi og þaðan áfram í eldhús með góðri innréttingu og tækjum. Á holi og í eldhúsi eru flísar. Frá holinu liggja leiðir einnig inn í bjarta og rúmgóða stofu, sem tengist sjónvarpsherbergi til vinstri; aðgangur er einnig að því beint úr forstofu.
Úr holi er gengið upp stiga á efri hæð hússins. Þar er rúmgott hol, fjögur svefnherbergi og baðherbergi með flísum á gólfi, þar sem einnig hefur verið komið fyrir þvottahúsi. Gólfefni á holi og í svefnherbergjum er parket, og góðir skápar eru í herbergjum. Úr einu herberginu á efri hæðinni er útgengt á svalir með fallegu útsýni yfir fótboltavöllinn í Ólafsvík. Einnig er gengið út á svalir úr stofu á neðri hæðinni. Inn af stofunni er rými sem auðvelt er að breyta í sjötta herbergið, ef þess er óskað.
Í kjallara hússins er sameiginlegt þvottahús fyrir efri og neðri hæðir, auk geymslurýma sem tilheyra íbúðinni. Bílaplan er ómalbikað.
Nýverið hafa verið gerðar margar endurbætur á húsinu:
• Stofan var parketlögð á þessu ári.
• Hluti raflagna hefur verið endurnýjaður samkvæmt upplýsingum frá seljanda.
• Nýlegar ofnalagnir og ofnar í stofu.
• Húsið var tekið í gegn að utan árið 2023 og sprungur lagaðar.
• Athugið að farið er að koma að endurnýjun á nokkrum gluggum.
Staðsetning
Bæjartún 7 stendur á einstaklega góðum stað, skammt frá grunnskólanum, sundlauginni, íþróttahúsinu, bókasafninu, kirkjunni og versluninni.
Að auki er um 20 mínútna akstur í Fjölbrautaskóla Snæfellsness í Grundarfirði. Í Snæfellsbæ er að finna öflugt íþróttalíf og frábæra leik- og grunnskóla.
Íbúðin er laus við kaupsamning.
Áset verð: 55,5 mkr
Bæjartún 7 – Ólafsvík
Íbúðin er leigð af Hotel Búðum til 1. Nóv. 25
Leiguverð er 345 þ.kr plús hiti og rafmagn.
Nánari upplýsingar veitir Magnús Garðarsson í síma 820-5181